Lýsti árásinni á Soleimani

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti árásinni sem grandaði ír­anska hers­höfðingj­an­um Qa­sem Soleimani í smáatriðum á lokuðum fundi Repúblikanaflokksins í gærkvöldi. Drónaárás var gerð á bílalest Soleimani 3. janúar þegar hann var að leggja upp frá alþjóðaflug­vell­in­um í Bagdad, höfuðborg Íraks.

Trump sagði að Soleimani hefði átt skilið að deyja og sagði að íranski herforinginn hefði „sagt slæma hluti“ um Bandaríkin.

„Hversu mikið kjaftæði þarf ég að hlusta á?“ spurði Trump þar sem hann lýsti því að Soleimani hefði ráðgert að ráðast á Bandaríkin.

Samkvæmt fjölmiðlum vestanhafs talaði forsetinn ekki um það að Bandaríkin væru að bregðast við yfirvofandi árás, eins og þarlendir ráðamenn gerðu eftir að Soleimani var felldur. 

Trump sagði hins vegar að Soleimani hefði verið þekktur hryðjuverkamaður. „Það var talið niður og svo heyrðist búmm,“ sagði Trump þegar hann lýsti árásinni. 
mbl.is