Styðja Klobuchar og Warren

Amy Klobuchar og Elizabeth Warren.
Amy Klobuchar og Elizabeth Warren. AFP

Bandaríska dagblaðið New York Times lýsti í gær yfir stuðningi við tvær konur sem sækjast eftir því að verða forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins, öldungadeildarþingkonurnar Amy Klobuchar og Elizabeth Warren. Þetta er í fyrsta skipti sem blaðið lýsir yfir stuðningi við tvo frambjóðendur.

Val NYT er tilkynnt skömmu áður en forvalið fer fram í Iowa en það er talið marka upphaf formlegrar kosningabaráttu. Í NYT er Warren lýst sem róttækri en Klobuchar raunsæju vali. 

Val NYT og útskýringar ritstjórnar

mbl.is