Árangurinn nánast enginn

Tvær ungar baráttukonur. Greta Thunberg sem er frá Svíþjóð og …
Tvær ungar baráttukonur. Greta Thunberg sem er frá Svíþjóð og Natasha Mwansa sem er frá Namibíu áttu sviðið í Davos í morgun. AFP

Lofts­lagsaðgerðasinn­inn Greta Thun­berg ávarpaði í morgun helstu kaupsýslumenn og pólitísku leiðtoga heimsins á viðskiptaráðstefnunni í Davos í Sviss. Hún segir að eiginlega ekkert hafi verið gert í baráttunni gegn loftslagsbreytingum þrátt fyrir baráttu hennar. 

„Við erum öll að berjast fyrir umhverfið og loftslagið. Ef horft er á það frá víðara sjónarhorni hefur eiginlega engu verið áorkað. Það mun þurfa miklu meira en þetta. Þetta er aðeins upphafið,“ sagði hún í ávarpi sínu í morgun.

Hægt er að fylgjast með beint frá Davos á vef Guardian

mbl.is