Fjórir til meðferðar í Skotlandi

Frá Edinborg í Skotlandi.
Frá Edinborg í Skotlandi. AFP

Líklegt er talið að fjórar manneskjur sem nýlega ferðuðust frá kínversku borginni Wuhan til Skotlands hafi smitast af nýju kórónaveirunni.

Að sögn yfirmanns smitsjúkdómdeildar Háskólans í Edinborg, prófessorsins Jürgen Haas, fundust einkenni í öndunarfærum hjá öllum fjórum manneskjunum og höfðu þær verið í Wuhan síðustu tvær vikurnar, að því er BBC greindi frá. 

Talið er að þrír sjúklinganna liggi á sjúkrahúsi í Edinborg og sá fjórði í Glasgow. Búast má við að niðurstöður úr prófum komi ekki fyrr en eftir þó nokkra daga.

Að sögn Jürgen Haas er „mjög líklegt“ að staðfest verði að þeir hafi smitast af veirunni.

Eng­inn ein­stak­ling­ur hef­ur enn sem komið er greinst í Evr­ópu en veir­an hef­ur greinst í Banda­ríkj­un­um hjá ein­stak­lingi sem kom frá Wu­h­an-borg.

Alls hafa sautján lát­ist af völd­um veirunn­ar, auk þess sem sýk­ing­in hef­ur verið staðfest hjá um 600 ein­stak­ling­um. Fjöldi sýktra er lík­lega mun meiri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert