Átta af níu útskrifaðir af spítala

Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands.
Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands. AFP

Átta af níu sem greinst hafa með kórónuveiruna COVID-19 í Bretlandi eru útskrifuð af spítala eftir ítrekaðar rannsóknir sem leiddu í ljós að þau eru ekki lengur með veiruna. 

„Einstaklingar sem eru útskrifaðir af spítala eru heilir heilsu og ógna ekki almenningi,“ sagði Matt Hancock, heil­brigðisráðherra Bret­lands.

Níundi einstaklingurinn er í einangrun á spítala í London.

Auk þess hafa 94 sem voru settir í einangrun eftir að þeir komu frá Wuhan verið látnir lausir.

mbl.is

Kórónuveiran

4. apríl 2020 kl. 13:14
1417
hafa
smitast
396
hafa
náð sér
45
liggja á
spítala
4
eru
látnir