Samþykkja „neyðarpakka“ upp á 3.650 milljarða

Kórónuveiran hefur breiðst hratt út á Ítalíu. Algjört ferða- og …
Kórónuveiran hefur breiðst hratt út á Ítalíu. Algjört ferða- og samkomubann tók gildi um alla Ítalíu í gær og hefur því áhrif á alla 60 milljónir íbúa landsins. AFP

Stjórnvöld á Ítalíu ætla að verja 25 milljörðum evra, eða sem nemur tæpum 3.650 milljörðum króna, í aðgerðir til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum í landinu sem hefur dregið 631 til dauða. 

Kórónuveiran hefur breiðst hratt út á Ítalíu. Síðasta rúma sólarhring létu 168 lífið og er það mesti fjöldi þeirra sem veir­an hef­ur dregið til dauða á ein­um degi í land­inu frá því hún barst til Ítalíu. Yfir 10 þúsund hafa smitast á rúm­lega tveim­ur vik­um.

„Við höfum samþykkt neyðaraðgerðir upp á 25 milljónir evra,“ sagði Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, við fjölmiðlafólk milli fundahalda með ríkisstjórninni sem ræðir nú aðgerðir sem ráðist verður í til að mæta áhrifum af útbreiðslu kórónuveirunnar, jafnt út frá heilbrigðissjónarmiðum og efnahagslegum áhrifum.

Fjármagninu verður ekki varið í verkefni á einu bretti enda um gríðarháa upphæð að ræða. Helmingnum verður ráðstafað nú þegar að sögn Robertos Gualtieris fjármálaráðherra.

Algjört ferða- og samkomubann tók gildi um alla Ítalíu í gær og hefur því áhrif á allar 60 milljónir íbúa landsins. Ráðstaf­an­irn­ar fela í sér al­gjört bann við al­menn­ings­sam­kom­um og ferðum á milli staða sem ekki eru vegna vinnu eða neyðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert