Fílar svelta því ferðamenn eru horfnir

Fílar í Taílandi.
Fílar í Taílandi. AFP

Yfir þúsund fílar svelta í Taílandi. Nánast allir ferðamenn eru horfnir á braut úr landinu vegna kórónuveirunnar. Tekjumissirinn er því algjör og ekki er hægt að kaupa fóður fyrir fílana. Í landinu eru um fjögur þúsund fílar í opnum dýragörðum. 

Fílar eru stærstu landdýr jarðar og hvert dýr étur um 200 kg af fóðri á dag. 

„Ef enginn stuðningur berst okkur til að halda þeim öruggum munu fílarnir, sem sumir hverjir ganga með kálf, annaðhvort svelta til dauða eða þeir verða sendir út á götu að betla mat,“ segir Lek Chailert, stofnandi samtakanna Björgum fílunum. 

Ekki margir kostir eru í stöðunni. Þeir gætu verið seldir í dýragarða eða seldir ólöglega en slíkt var bannað með lögum í landinu árið 1989.

Þrátt fyrir að tekjurnar sem fylgdu ferðamönnum gætu haldið í þeim lífi var það áskorun að fóðra þá og halda þeim heilbrigðum. Núna er staðan enn verri því þurrkatímabilið er hafið. Í ofanálag hafa heimkynni þeirra, skógarnir, verið rudd í stórum stíl. 

Frétt BBC

Um þúsund fílar svelta í Taílandi.
Um þúsund fílar svelta í Taílandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert