Trump tók annað og hraðvirkara kórónuveirupróf

Forsetinn segir seinna prófið hafa verið ánægjulegra.
Forsetinn segir seinna prófið hafa verið ánægjulegra. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti það á blaðamannafundi í morgun að hann hefði tekið sitt annað kórónuveirupróf og það hefði reynst neikvætt. „Ég tók það í morgun. Á því stóð forsetinn er ekki með COVID-19,“ sagði forsetinn. AFP-fréttastofan greinir frá.

Þetta var í annað skipti sem sýni var tekið úr forsetanum en hann sagðist nú hafa farið í nýtt og hraðvirkara próf. Það hefði aðeins tekið um mínútu að taka prófið og niðurstöðurnar legið fyrir innan fimmtán mínútna.

„Ég tók þetta bara af forvitni til að sjá hve hraðvirkt það er. Þetta er mun einfaldara. Nú hef ég tekið þau bæði og það síðara var mun ánægjulegra,“ sagði Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert