Trump ekki með kórónuveiruna

Kannað var hvort Donald Trump væri með kórónuveiruna en svo …
Kannað var hvort Donald Trump væri með kórónuveiruna en svo reyndist ekki vera. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti er ekki með kórónuveiruna, að sögn læknis Hvíta hússins. Kannað var hvort Trump væri með veiruna eftir að hann hafði í Flórída hitt nokkra úr sendinefnd forseta Brasilíu sem síðar hafi greinst með veiruna. 

Í yfirlýsingu læknis forsetans, Seans Conleys, kemur fram að viku eftir að hafa snætt kvöldverð með brasilísku sendinefndinni á Mar-a-Lago sé forsetinn án einkenna og prófið hafi reynst neikvætt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina