Þingmaður gerist sjálfboðaliði

Rand Paul, öldungardeildarþingmaður repúblikana.
Rand Paul, öldungardeildarþingmaður repúblikana. AFP

Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og repúblikaninn Rand Paul staðfesti á twittersíðu sinni í gær að hann hygðist starfa sem sjálfboðaliði á spítala í heimaríki sínu, Kentucky. Ætlar hann með þessu að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í baráttunni við kórónuveiruna þar í landi.

Þingmaðurinn, sem áður hafði greinst með veiruna, hefur að fullu náð sér og hefur tekið annað veirupróf því til staðfestingar. Í twitterfærslu þingmannsins þakkar hann fyrir fallegar kveðjur undanfarna daga og segist fullur tilhlökkunar að vinna að því að sigrast á faraldrinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert