Rak eftirlitsmann sem rannsakaði Pompeo

Steve Linick.
Steve Linick. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur rekið eftirlitsmann í utanríkisráðuneytinu sem var að rannsaka utanríkisráðherrann Mike Pompeo.

Þingmaður demókrata greindi frá þessu og sagði forsetann mögulega hafi framið lögbrot með brottrekstrinum.

Trump rak Steve Linick seint í gærkvöldi. Eliot Engel, sem er yfirmaður utanríkismálanefndar Bandaríkjaþings, sagðist hafa frétt af því að Linick hefði hafið rannsókn á Pompeo.

„Brottrekstur Linick á meðan á slíkri rannsókn stendur bendir sterklega til þess að þetta hafi verið ólöglegt hefndarverk,“ sagði þingmaðurinn í yfirlýsingu.

Mike Pompeo.
Mike Pompeo. AFP

Heimildarmaður sagði að Linick hefði verið að rannsaka kvartanir yfir því að Pompeo hefði fengið starfsmann utanríkisráðuneytisins til að sinna persónulegum erindum fyrir sig og eiginkonu sína.

CNN greindi frá því í fyrra að uppljóstrari hefði kvartað yfir því að starfsmaður utanríkisráðuneytisins hefði verið látinn sinna persónulegum erindum Pompeo-fjölskyldunnar, þar á meðal að sækja hundinn þeirra og sækja fyrir þau mat.

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna staðfesti brottrekstur Linick en veitti ekki upplýsingar um ástæður hennar eða hvort verið væri að rannsaka Pompeo.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert