Umdeild öryggislög um Hong Kong samþykkt

Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa boðað til mótmæla vegna laganna, …
Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa boðað til mótmæla vegna laganna, jafnt í Hong Kong sem og á alþjóðavettvangi. AFP

Ný umdeild þjóðaröryggislög í Hong Kong voru samþykkt án umræðu á kínverska þinginu í dag.

Lögin kveða á um bann við uppreisnaráróðri, landráði og sjálfstæðisumleitunum sjálfstjórnarhéraðsins. Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa boðað til mótmæla vegna laganna, jafnt í Hong Kong sem og á alþjóðavettvangi. 

Hong Kong var und­ir­lögð hat­römm­um mót­mæl­um meiri­hluta síðasta árs vegna frum­varps sem leggja átti fyr­ir þing sjálf­stjórn­ar­héraðsins og hefði heim­ilað framsal fanga og eft­ir­lýstra glæpa­manna til Kína. Tilgangur nýju laganna er m.a. að koma í veg fyrir mótmæli af slíkri stærðargráðu. 

Stjórnvöld í Hong Kong segjast ætla að vinna með kínverskum yfirvöldum við innleiðingu laganna, með því skilyrði að þau hafi ekki áhrif á frelsi sjálfstjórnarhéraðsins. 

Forsætisráðherra Kína, Li Keqiang, sagði við upphaf þingsins í morgun að ætlun stjórnvalda sé að byggja upp og bæta dómskerfi Hong Kong í þeim tilgangi að efla þjóðaröryggi.

mbl.is
Loka