Grikkir ýta úr vör sínu kynningarátaki

Frá Kedros-ströndinni í Grikklandi.
Frá Kedros-ströndinni í Grikklandi. Ljósmynd/GNTO/S. Pavlidis

Grikkland er „meira en bara sjór og sól“, sagði forsætisráðherra landsins í dag, þegar ýtt var úr vör nýju kynningarátaki sem ætlað er að endurreisa efnahag landsins eftir það áfall sem fylgdi faraldri kórónuveirunnar.

„Við opnum nú glugga og dyr Grikklands fyrir heiminum, rólega, en af bjartsýni,“ sagði forsætisráðherrann Kyriakos Mitsotakis þegar átakið var kynnt í dag.

„Njóttu gríska sumarsins þíns, hvar sem þú ert,“ segir í stuttri auglýsingu átaksins.

„Allur heimurinn þarf líklega þetta frí meira en nokkru sinni fyrr,“ sagði ráðherrann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert