Ákærðir fyrir morðið á Arbery

William Bryan, Travis McMichael og Greg McMichael.
William Bryan, Travis McMichael og Greg McMichael. AFP

Þrír menn hafa verið ákærðir vegna morðsins á Ahmaud Arbery, sem var skotinn er hann var úti að hlaupa í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar.

Travis McMichael, Greg sonur hans og William Bryan sæta nú ákærum, meðal annars fyrir illvilja og morð.

Hinn 25 ára gamli Arbery var úti að hlaupa er hann mætti feðgunum, sem voru á bifreið og töldu Arbery hafa komið að innbrotum í hverfinu. Í myndskeiði sem þriðji maðurinn tók sjást mennirnir þrír lenda í átökum sem enda með því að Arbery fellur í jörðina eftir að hafa verið skotinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert