Trump vill banna TikTok

Karlmaður notar TikTok í síma sínum.
Karlmaður notar TikTok í síma sínum. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti vill banna samfélagsmiðilinn vinsæla TikTok í Bandaríkjunum af ótta við að hann sé notaður sem njósnatæki fyrir Kínverja.

Bandarískir ráðamenn hafa undanfarnar vikur lýst yfir áhyggjum af því að TikTok sé beitt af kínverskum stjórnvöldum í annarlegum tilgangi en fyrirtækið hefur neitað því að tengjast njósnum.

„Hvað TikTok varðar þá ætlum við að banna það í Bandaríkjunum,“ sagði Trump um borð í forsetavél sinni.

Donald Trump.
Donald Trump. AFP
mbl.is