FBI rannsakar sprenginguna í Beirút

Frá höfninni í Beirút í dag.
Frá höfninni í Beirút í dag. AFP

Bandaríska alríkislögreglan FBI mun ganga til liðs við líbanska og alþjóðlega rannsakendur til að skoða ofan í kjölinn hvað olli sprengingunni gífurlegu sem lagði stórt svæði Beirútborgar í eyði.

Frá þessu greindi háttsettur fulltrúi utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna á blaðamannafundi í dag.

Yfirvöld í Líbanon hafa lofað skjótri rannsókn á sprengingunni, sem varð 4. ágúst og greip með sér að minnsta kosti 171 mannslíf. Hafa þau lýst því yfir að fjöldi ráðherra, núverandi sem fyrrverandi, verði krafinn svara.

Forsetinn Michael Aoun hefur á sama tíma svarað áköllum annarra þjóðarleiðtoga, alþjóðasamtaka og líbanskra borgara, um alþjóðlega rannsókn á sprengingunni, með þeim orðum að slíkt væri „tímaeyðsla“.

Saksóknari Parísar, Remy Heitz, sagðist í síðustu viku hafa hafið eigin rannsókn enda hefðu franskir borgarar slasast í sprengingunni.

Að minnsta kosti 171 lét lífið eftir sprenginguna.
Að minnsta kosti 171 lét lífið eftir sprenginguna. AFP
mbl.is