„Ekkert nema sársauki“

Jacob Blake sendi stuðningsmönnum sínum skilaboð í gegnum myndband.
Jacob Blake sendi stuðningsmönnum sínum skilaboð í gegnum myndband. AFP

Jacob Blake, svartur bandarískur karlmaður sem var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglu í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki, sendi stuðningsmönnum sínum skilaboð í gegnum myndband frá sjúkrahúsinu þar sem hann hefur fengið aðhlynningu frá 23. ágúst. 

„Það er sárt að anda,“ sagði Blake sem segist enn fremur upplifa stöðugan sársauka. Þrátt fyrir meiðsli sín, sem að öllum líkindum hafa lamað hann fyrir neðan mitti, sagði Blake að það væri margt til þess að lifa fyrir. 

„Líf þitt, og ekki bara líf þitt fæturnir þínir líka, eitthvað sem þú þarft til að hreyfa þig – það getur verið tekið frá þér á svipstundu,“ sagði Blake og smellti fingrunum. „Tuttugu og fjórar klukkustundir á sólarhring, ekkert nema sársauki,“ sagði Blake. „Það er sárt að anda, það er sárt að sofa, það er sárt að hreyfa sig, það er sárt að borða.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert