Þingmönnum fækkað um þriðjung

Matteo Salvini greiðir atkvæði sitt.
Matteo Salvini greiðir atkvæði sitt. AFP

Ítölskum þingmönnum verður fækkað um rúmlega þriðjung eftir að 70% kjósenda greiddu atkvæði með breytingunni. Verður fjöldi þingmanna í neðri deild ítalska þingsins þannig 400 í stað 634 og verður þingmönnum í efri deild þingsins einnig fækkað, að því er BBC greinir frá.

Fimmstjörnuhreyfingin, einn flokka ríkisstjórnar Ítalíu, hefur talað fyrir breytingunum og sagt þær draga úr kostnaði.

Alls fækkar þingmönnum beggja deilda úr 945 í 600, en breytingarnar höfðu þegar verið samþykktar innan þingsins. Vegna þess að um er að ræða breytingar á stjórnarskrá þurfti hins vegar einnig að leggja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu og var það gert samhliða sveitarstjórnarkosningum víða á Ítalíu.

Niðurstöður sveitarstjórnakosninganna eru sagðar mikill ósigur fyrir leiðtoga stjórnarandstöðuhægriflokksins, Matteo Salvini, en góður árangur fyrir ríkisstjórn Guiseppe Conti.

Verða breytingar á fjölda þingmanna að taka gildi fyrir kosningar 2023.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert