Rannsaka ósamþykkt legnám á innflytjendum

Konur í varðhaldsstöð, þó ekki þeirri sem um ræðir hér.
Konur í varðhaldsstöð, þó ekki þeirri sem um ræðir hér. AFP

Mexíkósk stjórnvöld rannsaka nú fullyrðingar um að sex mexíkóskar konur hafi verið sendar í ófrjósemisaðgerð á meðan þær voru í haldi í bandarískri varðhaldsstöð, að sögn Marcelo Ebrard utanríkisráðherra Mexíkó. BBC greinir frá. 

Hjúkrunarfræðingur sem starfaði í varðhaldsstöðinni fullyrti í síðustu viku að legnám væru framkvæmd á innflytjendum í Bandaríkjunum án viðeigandi samþykkis þeirra. 

Mexíkó gæti farið í mál við Bandaríkin

Mexíkósk stjórnvöld segja aðgerðirnar óviðunandi. „Við erum nú þegar í sambandi við sex [mexíkóskar konur] sem gætu hafa orðið fyrir þessari meðferð,“ sagði Ebrard á blaðamannafundi í gær. „Ef það fæst staðfest er það stórmál og gera verður ráðstafanir.“

Á mánudag sagði Andrés Manuel Lóbez Obrador, forseti Mexíkó, að ríkisstjórn hans gætu höfðað mál á hendur Bandaríkjunum ef ásakanirnar yrðu staðfestar. Yfir 150 þingmenn Bandaríkjaþings, þar á meðal Demókratinn Nancy Pelosi, hafa kallað eftir rannsókn á varðstöðinni. 

Aðgerðirn­ar eru sagðar hafa verið framkvæmdar í einka­rek­inni varðhalds­stöð í Georgíu, Irwin County Detenti­on Center, en hluti þeirra sem þar dvelja eru þar á veg­um inn­flytj­enda og tolla­mála, Immigrati­on and Cu­stoms En­forcement (ICE). Forsvarsmenn varðhaldsstöðvarinnar og ICE hafa vísað ásökununum á bug og sagt þær settar fram án nokkurra sannana. 

Hjúkr­un­ar­fræðing­ur­inn sem greindi fyrst frá mál­inu sagði að kon­urn­ar hafi tjáð henni að þær skildu ekki hvers vegna þær þyrftu að fara í legnám. 

mbl.is