Árásarmaðurinn í París játar

Árásarmaðurinn sem særði fjóra, þar af tvo alvarlega, með kjötexi í París í gær hefur játað á sig verknaðinn. Árásin var gerð skammt frá fyrrum húsakynnum skopmyndablaðsins Charlie Hebdo.

Blaðið var þar til húsa þegar árásarmenn skutu 12 starfsmenn blaðsins til bana í janúar árið 2015. Réttarhöld yfir 14 meintum vitorðsmönnum árásarmannanna standa nú yfir í París.

Maðurinn sem særði fjóra í gær er 18 ára gamall og fæddist í Pakistan og segist hafa gert árásirnar vegna endurbirtingar skopmynda Charlie Hebdo sem sýna Múhammeð spámann, myndgerving hvers er af mörgum múslimum talin guðlast.

Charlie Hebdo endurbirti nýverið skopmyndi sínar sem sýna Múhammeð spámann í tilefni réttarhaldanna yfir meintum vitorðsmönnum þeirra sem gerðu árásirnar árið 2015, en þær myndir urðu einmitt kveikjan að þeirri árás.

Franskir hermenn þustu á vettvang í gær þegar tilkynning um …
Franskir hermenn þustu á vettvang í gær þegar tilkynning um árásina barst. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert