Yorkshire-morðinginn látinn

Peter Sutcliffe, var þekktur sem Yorkshire-morðinginn (e. the Yorkshire ripper).
Peter Sutcliffe, var þekktur sem Yorkshire-morðinginn (e. the Yorkshire ripper).

Raðmorðinginn Peter Sutcliffe, sem gjarnan var kallaður Yorkshire-morðinginn, er látinn, 74 ára að aldri. Sutcliffe sat í fangelsi þegar hann lést en þar afplánaði hann lífstíðardóm vegna 13 morða sem hann framdi víða um Yorkshire og norðvestur England. BBC greinir frá.

Richard McCann, sonur fyrstu konunnar sem Sutcliffe myrti, var fimm ára gamall þegar móðir hans var myrt árið 1975. Richard segist nú vona að dauði Sutcliffe muni færa „einhverskonar sálarró“.

Sutcliffe lést á sjúkrahúsi og þar er hann sagður hafa neitað meðferðar vegna Covid-19. Hann kljáðist einnig við fjölda annarra heilsubresta. 

Sutcliffe var einnig fundinn sekur um tilraunir til sjö annarra morða. Hann var dæmdur árið 1981. Fyrsta konan sem hann myrti var fjögurra barna móðir og hét Wilma McCann. Hún var 28 ára gömul þegar hún lést í október árið 1975.

Bob Bridgestock, lögreglumaður sem annaðist mál Sutcliffe sagði í samtali við BBC að hann muni „ekki fella tár“ vegna andláts morðingjans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert