230 metra vindmylla féll til jarðar

Myndin ber það kannski ekki með sér, en vindmyllan var …
Myndin ber það kannski ekki með sér, en vindmyllan var 230 metra há. Ljósmynd/WPD Scandinavia

Tvö hundruð og þrjátíu metra há vindmylla féll til jarðar í í norðurhluta Svíþjóðar í nótt. Staðarmiðillinn Norran greinir fyrst frá, en því næst sænska ríkissjónvarpið. Myllan er ein sautján mylla í nýjum vindmyllugarði sem verið er að koma upp utan við bæinn Jörn í norðurhluta Svíþjóðar.

Enginn var við vinnu þegar óhappið varð, en það uppgötvaðist ekki fyrr en í morgun þegar starfsmaður kom á svæðið til að moka snjó. Ekki er vitað hvað varð til þess að vindmyllan féll.

Í samtali við SVT segir Maria Röske, framkvæmdastjóri fyrirtækisins WPD Scandinavia sem rekur myllurnar, að ómögulegt sé að segja að svo stöddu hvert tjónið er. „Við bíðum eftir frekari upplýsingum, en þetta mun hafa afleiðingar.“ Hún segist ekki vita til þess að nokkuð af þessu tagi hafi komið fyrir í Svíþjóð áður þrátt fyrir að þúsundir myllna hafi verið reistar á liðnum árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert