Tekist á um myndbirtingar af lögreglu

Frá mótmælunum í kvöld.
Frá mótmælunum í kvöld. AFP

Franska lögreglan hefur gengið hart fram gegn mótmælendum í París sem mótmæla nú frumvarpi sem lagt hefur verið fyrir franska þingið. Ef frumvarpið verður samþykkt þá verður það að taka myndir eða myndbönd af lögreglu „í annarlegum tilgangi“ glæpsamlegt athæfi. 

Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda eftir að mótmælendur hentu steinum og flugeldum í átt til lögreglu. Kveikt var í bílum og blaðastöndum og tugir mótmælenda voru teknir höndum. 

Andstæðingar umrædds frumvarps segja að frumvarpið stefni fjölmiðlafrelsi í hættu og getu fjölmiðla til að festa lögregluofbeldi á filmu. Ríkisstjórn Frakklands segir að frumvarpið muni verja lögreglumenn fyrir áreitni á netinu. 

Fyrr í vikunni birtist myndband af þremur hvítum lögreglumönnum sem beittu svartan tónlistarframleiðanda ofbeldi. Þeir spörkuðu og kýldu manninn. Myndbandið hefur valdið mikilli hneykslan. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert