Tvær mörgæsir faðmast eftir makamissi

Mörgæsir eru skemmtilegar, en vinningsmyndina má sjá hér neðan í …
Mörgæsir eru skemmtilegar, en vinningsmyndina má sjá hér neðan í fréttinni. AFP

Mynd af tveimur mörgæsum, ekkju og ekkli, sem virðast hugga hvor aðra hefur verið valin verðlaunamynd tímaritsins Oceanographic.  Þetta kemur fram á vef BBC.

Myndina tók Tobias Baumgaertner í Melbourne í Ástralíu. 

Á St. Kilda-bryggjunni í Melbourne er að finna um 1.400 smágerðar mörgæsir sem eru oft kallar „fairy penguins“ á ensku.  

Tobias frétti  mörgæsirnar tvær hefðu nýlega misst maka sína og sæjust oft hugga hvor aðra á bryggjunni. Mörgæsin hægra megin á myndinni mun vera kvenkyns og mörgæsin vinstra megin karlkyns. 

„Þær hittast reglulega, hugga hvor aðra og standa saman klukkutímunum saman og fylgjast með ljósunum frá nálægri borg,“ sagði Tobias. 

Ljósmyndarinn eyddi þremur nóttum með mörgæsunum enda reyndist erfitt að ná ljósmyndinni því smágerðu mörgæsirnar hreyfðu sig mikið. Það tókst þó að lokum og úr varð verðlaunamynd. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert