Smit kom upp í Gjerdrum

Ask í Gjerdrum.
Ask í Gjerdrum. AFP

Íbúar sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín á rýmingarsvæðinu í Ask í Noregi hafa þurft að vera skimaðir fyrir kórónuveirunni eftir að smit kom upp á Olavsgaard-hótelinu þar sem mikill fjöldi íbúa dvelur nú. 

„Þetta er mjög óheppilegt. Þetta er frekari byrði á þá sem hafa þegar misst heimili sín í jarðfallinu,“ segir Jørgen Vik, bæjarstjóri Lillestrøm, við Dagsavisen. 

Allir þeir sem dvelja á hótelinu munu þurfa fara í sýnatöku. Seint á þriðjudagskvöld lá fyrir að 440 skyndipróf voru neikvæð að sögn NRK. Sýnin voru tekin og greind á innan við fimm klukkustundum. 

„Það eru íbúar, starfsmenn á bæði hótelinu og hjá sveitarfélaginu, sjálfboðaliðar og lögregluþjónar sem hafa nú þegar farið í sýnatöku. Allir hafa verið neikvæðir,“ segir Vik. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert