Vara við því sem Bretar og Danir hafa gert

BioNTech segir engin gögn styðjast við þessar ráðstafanir.
BioNTech segir engin gögn styðjast við þessar ráðstafanir. AFP

Þýski bóluefnarisinn BioNTech hefur ráðið heilbrigðisyfirvöldum frá því að láta lengri tíma líða á milli fyrri og seinni bólusetningar en ráðlagt hefur verið. Slíkt eigi við engin gögn að styðjast.

Nokkur ríki hafa frestað seinni skammtinum í von um betri virkni bóluefnis BioNTech og Pfizer; á mánudag samþykktu dönsk stjórnvöld að hægt verði að bíða í allt að sex vikur á milli fyrri og síðari skammts og gengu bresk stjórnvöld enn lengra og heimiluðu 12 vikna bil milli skammta.

BioNTech hefur gefið út að engin gögn styðji að öryggi og virkni bóluefnisins séu tryggð ef meira en 21 dagur er látinn líða á milli skammta. Lyfjastofnun Evrópu tekur undir með BioNTech og hefur hvatt til þess að ríki haldi sig við 21 dag á milli skammta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert