Fundin eftir 30 ára leit

Flak The Providentz þótt ekki sjáist mikið í það en …
Flak The Providentz þótt ekki sjáist mikið í það en skrokkurinn er kirfilega grafinn í sendinn hafsbotninn úti fyrir Mandal. Ljóst er þó að skútan er mjög vel varðveitt. Tønnessen og félagar hans finna að jafnaði eitt til tvö skipsflök á ári auk annarra muna, en í fyrra fundu þeir hollenska bronsfallbyssu frá 17. öld. Ljósmynd/Erling Tønnessen

Erling Tønnessen og félagar hans í Köfunarklúbbi Mandal í Suður-Noregi lágu ekki á meltunni eftir jólasteikina á annan dag jóla eins og flestir landar þeirra heldur gerðu sér lítið fyrir og fundu The Providentz á hafsbotni úti fyrir Mandal, írska skútu sem strandaði þar í skerjagarðinum í nóvember 1721, fyrir 300 árum, og félagar í klúbbnum hafa leitað í 30 ár.

„Við fundum flakið 26. desember, auk mín voru þar á ferð Ragnvald Eeg og Einar Danielsen,“ segir Tønnessen í samtali við Morgunblaðið, rúmlega fimmtugur verkfræðingur og köfunarkennari, sem auk þess rekur verkstæði fyrir köfunarbúnað í frístundum sínum.

Áhöfnin vel við skál

„Við erum að koma út úr þessu sundi á sex metra dýpi og þá rek ég augun í eitthvert trévirki. Ég gaf því engan sérstakan gaum, en fylgdi botninum og sé þá allt í einu leirkrukku. Svo kemur Einar upp að mér með flösku og þegar við lítum yfir til Ragnvald er hann að veifa eins og óður maður. Þá var hann byrjaður að grafa í sandinn og heljarinnar tréverk að koma í ljós. Eftir nokkrar æsispennandi mínútur gerðum við okkur ljóst að við höfðum fundið það sem eftir er af The Providentz,“ segir Tønnessen hróðugur.

Írska áhöfnin var dauðadrukkin og strandaði skútunni í skerjagarðinum í blankalogni og kyrrum sjó. Réttarhöld fóru fram 28. nóvember 1721 við Mandal sorenskriveri, fyrirrennara héraðsdóms nútímans, og lét Tønnessen Morgunblaðinu í té afrit af dómskjölum þar sem tekist var á um hvar ábyrgðin hefði legið, hjá norska lóðsinum sem kom um borð eða dauðadrukkinni írskri áhöfn. Niðurstaðan kom á óvart.

Greinina má lesa í heild sinni í vefútgáfu Morgunblaðsins

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert