Bayer mun jafnvel framleiða CureVac-bóluefnið

AFP

Þýska lyfjafyrirtækið Bayer rannsakar nú hvort það geti aðstoðað CureVac við framleiðslu bóluefnis við Covid-19 sem enn er á tilraunastigi. Werner Baumann, forstjóri Bayer, staðfestir þetta í viðtali við Welt am Sonntag.

Þrátt fyrir að byrjað sé að bólusetja með nokkrum bóluefnum við Covid-19 þá er enn mikill skortur á bóluefni fyrir heimsbyggðina. Mörg ríki kvarta undan því að fá minna magn af bóluefni en þau höfðu vænst vegna tafa við framleiðslu.

„Við erum að undirbúa að leggja allt að mörkum til að breyta þessu,“ Baumann í viðtalinu.

Þetta snúist ekki um peninga heldur að gera bóluefnið tilbúið eins fljótt og auðið er. Bayer samþykkti fyrr í mánuðinum að aðstoða þýska lyfjafyrirtækið CureVac við þróun bóluefnisins sem er í klínískum rannsóknum og hefur ekki enn hlotið samþykki. 

Baumann segir að nú sé einnig rannsakað hvort Bayer geti tekið þátt í að framleiða bóluefnið og auka þar með samstarf lyfjafyrirtækjanna enn frekar. 

Reuters greinir frá þessu

mbl.is