Hundar snúa aftur í Hvíta húsið

Hundar eru snúnir aftur í Hvíta húsið eftir fjögurra ára fjarveru meðan á forsetatíð Donalds Trumps stóð. 

Champ og Major, þýskir fjárhundar sem Joe Biden og eiginkona hans Jill ættleiddu, eru fluttir inn í Hvíta húsið, fáeinum dögum á eftir eigendum sínum. 

Biden-hjónin fluttu inn í Hvíta húsið í síðustu viku. Þau eignuðust Champ seint árið 2008, skömmu áður en þau fluttu inn í hús varaforseta Bandaríkjanna í Washingtonumdæmi. Hjónin ættleiddu Major fyrir tveimur árum og er hann fyrsti hundurinn úr dýraathvarfi sem flytur inn í Hvíta húsið. 

Donald Trump var fyrsti forseti Bandaríkjanna í yfir 100 ár til að halda ekki hund á forsetatíð sinni. Á undan honum var það William McKinley, sem varð forseti árið 1897, sem ekki átti hund. Trump hefur áður sagt að hann hafi ekkert á móti hundum en hann hafi ekki tíma til að halda hund.

Jill Biden og hundurinn Champ.
Jill Biden og hundurinn Champ. Hvíta Húsið
mbl.is