Grunaður um að leka gögnum til Rússa

Maðurinn er í haldi austurrísku lögreglunnar.
Maðurinn er í haldi austurrísku lögreglunnar. AFP

Fyrrum austurrískur njósnari hefur verið færður í varðhald af þarlendum lögregluyfirvöldum vegna gruns um að hafa lekið upplýsingum til rússneskra stjórnvalda.

Maðurinn starfaði hjá leyniþjónustu Austurríkis, BVT, á árunum 2015-2020 og er á þeim tíma sagður hafa komist yfir háleynileg skjöl, með ólöglegum hætti, sem hann lét svo bæði Rússum og austurrískum stjórnmálamönnum í té.

Þá er maðurinn einnig grunaður um að hafa sent leynilegar upplýsingar til Jan Marsalek, stjórnanda hjá kortafyrirtækinu Wirecard, sem varð gjaldþrota í júní á síðasta ári með tilkomumiklum hætti. Marsalek er nú á flótta og er eftirlýstur af Interpol.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert