Draghi verður forsætisráðherra Ítalíu

Mario Draghi.
Mario Draghi. AFP

Mario Draghi, fyrrum bankastjóri Seðlabanka Evrópu, tók í dag við umboði til að mynda ríkisstjórn á Ítalíu undir hans forsæti. 

Draghi, 73 ára hagfræðingur, mun leiða nýja utanþingsstjórn eftir að ríkisstjórn Giuseppe Conte missti meirihluta sinn á ítalska þinginu fyrir mánuði. Draghi fór á fund forsetans Sergio Mattarella fyrr í dag og tilkynnti í kjölfarið að ríkisstjórn hans verði samsett af stjórnmálamönnum og tæknikrötum. 

Bankastjóri ítalska seðlabankans, Daniele Franco, verður fjármálaráðherra Draghi en heilbrigðis- og utanríkisráðherrar Giuseppe halda ráðherraembættum sínum. 

Kórónuveirufaraldurinn hefur steypt Ítalíu í mestu efnahagslægð landsins frá því í síðari heimsstyrjöld og yfir 420 þúsund Ítalir hafa misst vinnuna frá því að faraldurinn hófst. 

Mattarella bað Draghi fyrst um að mynda ríkisstjórn 3. febrúar. Nærri allir stjórnmálaflokkar Ítalíu styðja ríkisstjórn hans, allt frá öfga-hægri flokknum League til demókrataflokksins. 

mbl.is