Tíu hið minnsta fórust í flugslysi

Frá Suður-Súdan.
Frá Suður-Súdan. AFP

Að minnsta kosti tíu, þar á meðal tveir flugmenn, létust er flugvél brotlenti á flugbraut í Jonglei-ríki í Suður-Súdan síðdegis í gær.

Um vöruflutningavél var að ræða og komst enginn lífs af en ekki er vitað nákvæmlega hversu margir voru um borð. Er jafnvel talið að þeir geti hafa verið 24. Vélin brotlenti við flugtak í Pieri en hún var á leið til Juba. 

Ekki er vitað hvað olli slysinu en það er til rannsóknar. 

mbl.is