Indverjar banna útflutning Covid-lyfs

Lyfið Remdesivir er notað til að meðhöndla Covid-sjúklinga.
Lyfið Remdesivir er notað til að meðhöndla Covid-sjúklinga. AFP

Stjórnvöld á Indlandi hafa bannað útflutning á lyfinu Remdesivir, sem notað hefur verið til að meðhöndla Covid-sjúklinga. Þetta er gert á sama tíma og tilfellum í landinu hefur fjölgað hratt og innlögnum á spítala sömuleiðis.

Heilbrigðisráðuneyti Indlands segir að aukin spurn sé eftir lyfinu í landinu og því sé ákvörðunin tekin.

Remdesivir hefur meðal annars verið notað til meðhöndlunar Covid-sjúklinga hér á landi, þótt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mæli reyndar gegn því þar sem ekki þykir sýnt að það hafi áhrif á bataferli sjúklinga.

Bandaríski lyfjarisinn Gilead er framleiðandi lyfsins en fyrirtækið hefur samið við framleiðslufyrirtækið á Indlandi, Pakistan og Egyptalandi til að framleiða og dreifa lyfinu í 127 ríkjum, sem flest eru lágtekju- og millitekjuríki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert