Forstjóri lyfjastofnunar Dana féll í yfirlið

Erichsen á fundinum fyrr í dag.
Erichsen á fundinum fyrr í dag. AFP

Tanja Erichsen, forstjóri dönsku lyfjastofnunarinnar, féll í yfirlið á blaðamannafundi í Kaupmannahöfn í dag.

Fundurinn var haldinn í tilefni þeirrar ákvörðunar Dana að hætta notkun bóluefnis sænsk-breska framleiðandans AstraZeneca.

Erichsen var flutt á sjúkrahús eftir atvikið og er nú sögð hafa náð sér að nýju.





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert