Útför Filippusar í myndum

Kista Filippusar, sem var 99 ára gamall þegar hann lést, …
Kista Filippusar, sem var 99 ára gamall þegar hann lést, borin til grafar. AFP

Jarðarför Filippusar, eiginmanns Elísabetar Englandsdrottningar, fór fram í dag í St. George-kapellu í Windsor-kastala. Athöfnin var fremur látlaus, miðað við konunglega útför, vegna sóttvarnaráðstafana en Elísabet Englandsdrottning þurfti að sitja ein við athöfnina vegna þeirra, þótt aðstandandi sæti tveimur sætum frá. Margar fallegar myndir voru teknar við útförina og má líta nokkrar þeirra hér að neðan. 

Elísabet Englandsdrottning þurfti að sitja ein vegna sóttvarnaráðstafana.
Elísabet Englandsdrottning þurfti að sitja ein vegna sóttvarnaráðstafana. AFP

Justin Welby, erkibiskupinn af Kantaraborg, samdi og fór með bæn fyrir Filippus við útförina. Með bæninni heiðraði erkibiskupinn hollustu hins látna og skyldurækni hans. 

Filippus lést í Windsor-kastala föstudaginn níunda apríl, 99 ára gamall að aldri. 

Breytti Landrover jeppinn sem kistan var flutt í.
Breytti Landrover jeppinn sem kistan var flutt í. AFP

Meðlimir konungsfjölskyldunnar gengu á eftir kistu Filippusar þegar hún var færð inn í kapelluna. Kistan var flutt til kastalans í breyttum Land Rover-jeppa sem Filippus sjálfur hjálpaði til við að hanna.

Eftir útförina þagði breska þjóðin í mínútu. 

Einhverjir óbreyttir borgarar hafa farið til Windsor til þess að heiðra Filippus en ekki var mikið um gestagang, vegna sóttvarnaráðstafana.

Hér sjást prins William og bróðir hans Harry við jarðarförina.
Hér sjást prins William og bróðir hans Harry við jarðarförina. AFP
Frá útförinni sjálfri.
Frá útförinni sjálfri. AFP
Katrín hertogaynja á leið í jarðarförina.
Katrín hertogaynja á leið í jarðarförina. AFP
AFP
Verðir og annað starfsfólk hirðar konungsfjölskyldunnar tóku þátt í útförinni.
Verðir og annað starfsfólk hirðar konungsfjölskyldunnar tóku þátt í útförinni. AFP
mbl.is