Blinken staðfestir komu sína til Íslands

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AFP

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, staðfesti í kvöld að hann tæki þátt í fundi aðildarríkja norðurskautsráðsins sem fram fer í Reykjavík dagana 19. og 20. maí. Þetta gerði hann í ræðu í dag.

Í ræðunni (sjá mín. 55) segir Blink að hann verði fulltrúi Bandaríkjanna á fundinum og muni þar nýta tækifærið til að sannfæra þjóðir ráðsins um að Bandaríkjamenn hyggist standa við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og hvetja aðrar þjóðir til að gera slíkt hið sama.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hefur þegar lýst yfir áhuga á að mæta á fundinn í eigin persónu en hann var eini utanríkisráðherra ríkja norðurskautsráðsins sem hafði gert það þegar mbl.is spurðist fyrir í síðustu viku.

mbl.is