Minntust kjarnorkuslyssins í Tsjernóbyl

Í búar Slavutych, þar sem starfsfólk kjarnorkuversins bjuggu, kveiktu á …
Í búar Slavutych, þar sem starfsfólk kjarnorkuversins bjuggu, kveiktu á kertum til minningar þeirra sem létust í Tsjernóbyl. AFP

Forseti Úkraínu, Volodymyr Zelensky, hvatti alþjóðasamfélagið til samstarfs til þess að tryggja að stórslys eins og kjarnorkuslysið í Tsjernóbyl gæti ekki gerst aftur. Þetta sagði Zelensky í dag þegar hann heimsótti landssvæðið í kringum kjarnorkuverið sem var rýmt eftir slysið.

„Okkar verkefni er að gera hvað sem er til þess að ábyrgast öryggi okkar og koma í veg fyrir að slíkar hörmungar yrðu endurteknar í framtíðinni,“ sagði Zelensky þegar hann ávarpaði úkraínsku þjóðina.

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu.
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu. AFP

Tugir manna komu saman við minningarathöfn í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu í dag til þess að minnast slyssins. Þar á meðal voru trúarleiðtogar í Úkraínu og uppgjafahermenn sem höfðu tekið þátt í hreinsunarstarfinu í kringum kjarnorkuverið.

Þann 26. apríl 1986 létust um 30 manns vegna sprengingar sem öryggisathugun á fjórða kjarnorkuofni versins orsakaði. Einnig er talið að þúsundir annarra hafa látist vegna óbeinna áhrifa geislavirknismengunar í Úkraínu og víðar í Evrópu.

Árið 2019 gaf bandaríska sjónvarpsstöðin HBO út þáttaröð sem fjallar um kjarnorkuslysið. Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir vann til fjölda verðlauna vegna tónlistar sinnar í þáttunum.

Í búar Úkraínu minntust í dag þeirra sem létu lífið …
Í búar Úkraínu minntust í dag þeirra sem létu lífið í kjarnorkuslysinu í Tsjernóbyl. AFP
AFP
AFP
AFP
Kórónuveirufaraldurinn setti svip sinn á minningarathafnir.
Kórónuveirufaraldurinn setti svip sinn á minningarathafnir. AFP

mbl.is