50 vagna lest fór af sporinu

Lestin fór af teinunum.
Lestin fór af teinunum. Skjáskot/Facebook

50 vagna lest fór af sporinu í Minnesota í Bandaríkjunum nú síðdegis, að því er segir á vef CNN. Slysið átti sér stað nærri Goose Lake við borgina Albert Lea sem stendur nálægt ríkjamörkum Iowa.

Ekki var strax ljóst hversu margir vagnar fóru af lestarteinunum eða hvort hættuleg efni hefðu verið um borð.

Lögreglan hefur beðið íbúa á svæðinu í kring um að halda sig í skjóli en hefur ekki sent neinar tilkynningar um að rýma þurfi svæðið.

Þá birti lögreglan á svæðinu myndband af lestinni eftir að hún fór af teinunum. Í færslu á facebook-síðu lögreglunnar segir að enginn hafi slasast.

mbl.is