Drengurinn útskrifaður af sjúkrahúsi

Kláfurinn féll til jarðar á Norður-Ítalíu.
Kláfurinn féll til jarðar á Norður-Ítalíu. AFP

Fimm ára dreng­ur sem komst lífs af þegar kláf­ur hrapaði til jarðar á Ítal­íu í maí er nú kom­inn af sjúkrahúsi og segja læknar ástand hans vera mun betra.

Dreng­ur­inn var sá eini sem komst lífs af úr slys­inu þar sem 14 létust. Á meðal lát­inna voru báðir for­eldr­ar hans, bróðir og langamma og langafi. Fjölskyldan var frá Ísrael.

Drengurinn hlaut áverka á bringu og kvið en er nú kominn til síns heima í Pavia, suður af ítölsku borginni Mílanó, með frænku sinni.

Báðir for­eldr­ar drengsins, bróðir og langamma og langafi létust í …
Báðir for­eldr­ar drengsins, bróðir og langamma og langafi létust í slysinu en þau voru frá Ísrael. AFP

Neyðarhemlar óvirkir

Í yfirlýsingu frá barnaspítalanum í Tórínó þar sem drengurinn hefur legið síðan slysið varð 24. maí segir að ástand hans sé mun betra en fullur bati muni taka um tvo mánuði í viðbót.

Rannsókn á orsökum slyssins leiddi í ljós að neyðarhemlar á kláfinum, sem hefðu getað komið í veg fyrir slysið, voru gerðir óvirkir. Þrír menn voru hand­tekn­ir vegna slyss­ins; eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins sem rek­ur kláfinn, rekstr­ar­stjóri og verk­fræðing­ur. Þeim var síðar sleppt úr haldi.

Rekstrarstjórinn er í stofufangelsi en hann viðurkenndi að hafa gert neyðarhemlanna óvirka vegna endurtekinna bilana.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert