Lágstemmd veisluhöld á 60 ára afmælinu

Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti er 60 ára í dag, 4. …
Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti er 60 ára í dag, 4. ágúst. AFP

Ekkert verður af fyrirhugaðri afmælisveislu Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Forsetinn fyrrverandi hafði skipulagt risastóra veislu, sem fram átti að fara á eyjunni Martha's Vineyard, í tilefni af sextíu ára afmæli sínu. 

Delta-afbrigði kórónuveirunnar hefur leitt til mikillar fjölgunar smita víða um Bandaríkin og hefur Obama þ.a.l. ákveðið að hafa veisluhöldin lágstemmd – einungis fjölskyldu og nánum vinum verður boðið. 

Veislan átti að fara fram utandyra á laugardag en ýmsu hefur verið breytt, fyrst og fremst fjölda veislugesta, í samræmi við tilmæli yfirvalda. 

BBC greinir frá því að hundruð hafi upphaflega fengið boð í veisluna. Á gestalistanum voru upphaflega einstaklingar á borð við leikarann George Clooney, Steven Spielberg og Oprah Winfrey. 

Samkvæmt heimildum BBC eiga Obama-hjónin að hafa beðið veislugesti að fara í sýnatöku og bólusetningu fyrir veisluna.

Þá herma heimildir BBC einnig að Joe Biden Bandaríkjaforseti, sem var varaforseti Obama, hafi ákveðið að mæta ekki í veisluna, þrátt fyrir að teljast til náinna vina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert