Tilkynna nýja ríkisstjórn talíbana

Talíbanar hafa tilkynnt nýja ríkisstjórn í Afganistan og lýsa ríkinu nú sem „íslömsku furstadæmi“.

Ríkisstjórnin samanstendur einungis af háttsettum karlmönnum innan raða talíbana. Sumir eru alræmdir fyrir árásir gegn her Bandaríkjanna síðustu tuttugu ár.

Mullah Mohammad Hassan Akhund mun leiða stjórnina en hann er einn af stofnendum talíbana og er á svarta lista Sameinuðu þjóðanna.

Innanríkisráðherrann, Sirajuddin Haqqani, er eftirlýstur af FBI fyrir að leiða Haqqani hryðjuverkasamtökin sem hafa staðið að baki skæðustu sprengjuárása sem hafa verið gerðar í landinu í tvo áratugi. 

Í yfirlýsingu frá nýju ríkisstjórninni segir að leitast verði eftir sterkum og heilbrigðum samskiptum sem muni byggjast á gagnkvæmri virðingu við nágrannríki Afganistan og öll önnur lönd. 

Frétt á vef BBC.

Zabihullah Mujahid talsmaður talíbana kynnti nýju stjórnina í dag.
Zabihullah Mujahid talsmaður talíbana kynnti nýju stjórnina í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert