Talíbanar hleyptu af skotum til að stöðva mótmæli

Hermenn úr röðum talíbana.
Hermenn úr röðum talíbana. AFP

Talíbanar hleyptu af skotum upp í loftið til að dreifa mannfjölda sem hafði safnast saman í Kabúl, höfuðborg Afganistans, til að mótmæla afskiptum Pakistana af málefnum Afganistans.

Um 70 manns, mestmegnis konur, söfnuðust saman fyrir utan sendiráð Pakistans þar sem mótmælin fóru fram.

Talíbanar lýstu því yfir í gær að þeir hefðu náð fullri stjórn yfir Afganistan. Þeir sögðust hafa unnið bardagann um Panjshir-dal, síðasta vígi andspyrnunnar.

Þeir birtu myndband af því er þeir flögguðu fána sínum yfir húsnæði ríkisstjórans í Panjshir-héraði.

Andstæðingar talíbana segja baráttuna um landssvæðið þó enn vera í gangi og að þeir muni ekki gefast upp. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert