Lokaðir inni í námu eftir stóran skjálfta

Að minnsta kosti 20 manns létust og um tvö hundruð særðust þegar jarðskjálfti af stærð 5,9 skók suðvesturhluta Pakistans klukkan þrjú í nótt að staðartíma. Björgunarsveitir vinna nú að því að bjarga starfsmönnum kolanámu á svæðinu sem eru sagðir hafa lokast inni neðanjarðar.

Frá Harnai eftir skjálftann. Hér stóð áður hús.
Frá Harnai eftir skjálftann. Hér stóð áður hús. AFP

Margir hinna látnu létust þegar þök og veggir moldarhúsa þeirra féllu saman. Hundruð slíkra húsa skemmdust í skjálftanum.

AFP

Á meðal hinna látnu eru sex börn. 

Fólk varð vart við skjálftann í að minnsta kosti sex borgum og bæjum. Bærinn Harnai varð hvað verst úti en þar féllu skriður sem lokuðu nokkrum vegum og hafði það hamlandi áhrif á björgunaraðgerðir.  

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert