Picasso-verk seldust fyrir 14 milljarða

Þrjú málverkanna eftir Picasso sem seldust á uppboðinu.
Þrjú málverkanna eftir Picasso sem seldust á uppboðinu. AFP

Ellefu listaverk eftir Pablo Picasso seldust á uppboði í gær fyrir tæplega 110 milljónir bandaríkjadala eða um 14 milljarða króna,  að því ersegir í umfjöllun BBC.

Verkin, níu málverk og tvö keramikverk, höfðu verið til sýnis á Picasso-veitingastaðnum á Bellagio-hótelinu í Las Vegas og voru í eigu MGM.

Hæsta verðið fékkst fyrir málverkið „Kona með appelsínugula alpahúfu“ (f. Femme au Béret Rouge-Orange), en það fór á 40,5 milljónir bandaríkjadala. Málverkið er frá 1938 og er af ástkonu Picasso, Marie-Thérèse Walter. Búist var við því að verkið færi á 20 til 30 milljónir.

Í tilkynningu frá MGM sagði að salan á verkunum myndi hjálpa til við bæta fjölbreytileika listaverkasafnsins en ætlun hótelsins er að bæta í safn sitt fleiri listaverkum eftir konur og minnihlutahópa.

Kona með appelsínugula alpahúfu eftir Picasso.
Kona með appelsínugula alpahúfu eftir Picasso. AFP
mbl.is