Drottningunni ráðlagt að vera heima

Elizabeth ætlar að halda kyrru fyrir samkvæmt læknisráði.
Elizabeth ætlar að halda kyrru fyrir samkvæmt læknisráði. AFP

Elísabet Bretlandsdrottning mun ekki mæta á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP26, en hún ætlar að halda kyrru fyrir samkvæmt læknisráði. Ráðstefnan hefst í lok október.

Heilsufar drottningarinnar er ekki í fyrsta sinn til umfjöllunar en í síðustu viku lenti Elísabet á sjúkrahúsi. 

„Hennar hátign hefur með nokkrum trega ákveðið að hún muni ekki ferðast til Glasgow,“ sagði í yfirlýsingu frá Buckingham-höllinni en bætt við að hún muni senda myndbandsskilaboð til gesta á ráðstefnunni þess í stað.

mbl.is