Yfir 600 þúsund heimili rafmagnslaus

Íbúi í New York berst við sterkar vindhviður í gær …
Íbúi í New York berst við sterkar vindhviður í gær er stormurinn nálgaðist borgina. AFP

Rúmlega 600 þúsund heimili eru án rafmagns eftir að öflugur stormur gekk yfir norðausturströnd Bandaríkjanna. 

Bandaríska veðurstofan segir ástandið hættulegt og hefur varað við sterkum vindhviðum sem hafa rifið mörg tré upp með rótum. Þá hefur verið mælt gegn hverskyns ferðalögum.

Ríkið Massachusetts kom hvað verst út úr þessu aftakaveðri en þar hafa 466 þúsund heimili verið án rafmagns frá klukkan átta í morgun að staðartíma.

Rhode Island kemur þar á eftir en þar eru um 91 þúsund heimili rafmagnslaus.

Ástandið á að skána eftir því sem líður á daginn og stormurinn færir sig fjær ströndinni.

mbl.is