Þrír í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Arbery

Mennirnir þrír fara aftur fyrir dóm í febrúar fyrir hatursglæp.
Mennirnir þrír fara aftur fyrir dóm í febrúar fyrir hatursglæp. AFP

Þrír menn hafa verið sakfelldir og dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Ahmaud Arbery. Hann var úti að skokka í gegnum hverfi nálægt Brunswick í Georgíu þegar hann var myrtur.

Arbery var 25 ára og svartur. Mennirnir þrír fara aftur fyrir dóm í febrúar fyrir hatursglæp.

Mennirnir þrír heita Travis McMichael, Gregory McMichael, faðir Travis, og nágranni þeirra William Bryan. Travis McMichael skaut Arbery á meðan faðir hans Gregory horfði á og William Bryan tók morðið upp. Þetta kemur fram á vef CNN

William Bryan er sá eini sem á rétt á skilorði eftir þrjátíu ár í fangelsi.

Þegar mennirnir voru sakfelldir brutust út fagnaðarlæti í réttarsalnum og blaðamaður CNN kveðst hafa fundið fyrir miklum létti í réttarsalnum. Fjölskylda Arbery grét þegar dómurinn var kveðinn upp.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert