NATO-ríki vígbúast um leið og spennan magnast

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO. AFP

Aðildarríki NATO og vinveittar þjóðir eru með orrustuþotur og herskip reiðubúin til þess að liðsinna úkraínskum hermönnum komi til þess að Rússar ráðist inn í landið.

NATO greindi frá þessu í yfirlýsingu í dag.

„NATO mun áfram gera allt sem í valdi þess stendur til þess að verja aðildarríkin, þar á meðal með því að styrkja aðildarríki í A-Evrópu. Við munum alltaf bregðast við því þegar öryggi okkar umhverfis laskast,“ sagði Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, í yfirlýsingunni.

Þar var vísað til ákvörðunar Dana frá því fyrir skömmu um að senda freigátu og herflugvélar til Balkanskaga, sem dæmi um ráðstafanir aðildarríkja. Einnig var nefnt í því sambandi þegar Spánverjar liðsinntu sjóherjum við Úkraínu og þegar Hollendingar settu sjó- og landheri sína í viðbragðsstöðu.

mbl.is