Innflutt orka frá Rússum „nauðsynleg“

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands.
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands. AFP

Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur varað við því að banna innflutning á rússneskri olíu og gasi sem hluta af refsiaðgerðum vestrænna ríkja vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

„Evrópa hefur vísvitandi verið með undanþágu frá refsiaðgerðum þegar kemur að orku frá Rússlandi,“ sagði Scholz í tilkynningu.

„Ekki er hægt að útvega Evrópubúum orku vegna hita, ferða, rafmagns og iðnaðar á neinn annan hátt í augnablikinu. Þess vegna er þetta nauðsynlegt fyrir opinbera þjónustu og fyrir líf okkar borgara frá degi til dags,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert