Rússar hóta að skrúfa fyrir gasið

Móttökustöð fyrir gas úr Nord Stream II leiðslunni í Þýskalandi.
Móttökustöð fyrir gas úr Nord Stream II leiðslunni í Þýskalandi. AFP

Rússnesk yfirvöld hafa varað við því að þau kunna að skrúfa fyrir helstu flutningsleiðir gass til Þýskalands ef Vesturlönd taka sig til og banna kaup á rússneskri olíu. 

Staðgengill rússneska forsætisráðherrans, Alexander Novak, sagði að slíkt bann myndi hafa í för með sér „skelfilegar afleiðingar“ fyrir heimsmarkaðsframboð og -verð þannig að olíuverð færi upp í um þrjúhundruð dollara á tunnu.

Bandarísk stjórnvöld hafa undanfarið gefið því undir fótinn að þau, ásamt öðrum vestrænum þjóðum og bandamönnum, ættu að banna kaup á rússneskri olíu sem viðbót við viðskiptaþvinganir á hendur Rússum. Þjóðverjar og Hollendingar hafa hafnað því að taka þátt í slíkum fyrirætlunum. 

Evrópusambandsþjóðir reiða sig á viðskipti við Rússlands fyrir um 40 prósent af gasi sínu og 30 prósent af olíuviðskiptum og ekki eru aðrir birgjar í sjónmáli.

Novok sagði að Rússland hefði rétt á því að spyrna til baka og benti á að þegar hefðu Þjóðverjar fallið frá áformum um gasleiðsluna Nord Stream II.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert